Vorboði
Karlakór
Composer: Örn Friðriksson
Ég veit, að vorið kemur,
og veturinn líður senn.
Kvæðið er um konu,
en hvorki um guð né menn.
Hún minnti mig á vorið,
á mjúka og græna jörða
og stygga fjallafola
og feita sauðahjörð.
Hún minnti mig á kvæði og kossa
og kvöldin björt og löng
og hvíta, fleyga fugla
og fjaðraþyt og söng.
Og svipur hennar sýndi
hvað sál hennar var góð.
Það hló af ást og æsku,
hið unga villiblóð.
Ég bý að brosum hennar
og blessa hennar spor,
því hún var mild og máttug
og minnti á jarðneskt vor.